Aðeins um
okkur.
Nýtt þak ehf. er fjölskyldu fyrirtæki sem hefur verið starfandi um árabil og var stofnað af hjónunum Eiði Ingvarssyni og Edith Oddsteinsdóttir.
Eiður lærði smiðinn hjá pabba sínum og er með yfir 20 ára reynslu í smíðum og ýmiskonar verktöku, tengda byggingu og viðhaldi fasteigna.
Hjá Nýtt þak starfa húsasmiðameistarar og löggildir smiðir. Við erum í góðu samstarfi við málara, múrara, pípara og rafvirkja þegar þess gerist þörf. Hjá Nýtt Þak eru meistarar í öllum iðngreinum sem ábyrgjast verktöku þegar þess gerist þörf.
Allt frá stofnun, hefur Nýtt þak sinnt alhliða byggingu og viðhaldi fasteigna en á síðustu árum hafa þau sérhæft sig í þökum, gluggum og klæðningum.
Nýtt þak er framsækið fyrirtæki og getur tekist á við fjölbreytt og krefjandi verkefni hvort sem þau eru stór eða lítil. Fyrirtækið býr að langri reynslu af alhliða viðhaldsvinnu og getur gert tilboð í krefjandi verkefni í samstarfi við aðra verktaka.
Fyrirtækið er vel búið fyrir stærri verk, með öllum þeim verkfærum og tækjum sem til þarf. Mikil áhersla er lögð á að nota viðurkennd efni frá ábyrgum og virtum framleiðendum.
Fyrirtækið hefur unnið fyrir fjölda fyrirtækja, stofnanir, félagasamtök, húsfélög og einstaklinga.
Verkefnin hafa verið fjölbreytt í gegnum árin og er reynslan orðin mikil.
Nýtt þak ehf. sérhæfir sig í þakskiptum, þakviðgerðum, þakmálun og almennri smíðavinnu.
Skrifstofur Nýtt Þak ehf. eru að Skemmuvegi 14, Kópavogi.
,, Ekki láta hvern sem er skipta um þakið hjá þér!”
Eiður Ingvarsson
Eigandi og stofnandi
Teymið
Laimis Simovicious
Meðeigandi / Smiður / Verkefnastjóri
Laimis hefur unnið hjá Nýtt Þak í fjögur ár og gerðist meðeigandi haustið 2023. Laimis hefur mikla reynslu að baki þrátt fyrir ungan aldur og erum við ótrúlega lánsöm að fá hann í Nýtt þak “fjölskylduna”. Það er enginn jafn snöggur og Laimis og gæðin alltaf í fyrirrúmi.
Hrólfur Ingólfsson
Húsasmíðameistari / Byggingafræðingur
Hrólfur er meistari í sínu fagi og hefur starfað með Eið í fjölda ára. Annan eins reynslubolta er erfitt að finna.
Vladyslav Veremskyi
Verkstjóri / Sérfræðingur í Þakskiptum
Vlad Kom frá Úkraínu til okkar stútfullur af reynslu fyrir ári síðan. Menntaður hagfræðingur í grunninn frá heimalandi sínu gerir hann einstaklega útsjónarsaman og það eru fáir sem geta státað sig að meiri vandvirkni og fagmennsku og hann Vlad.
Bogdan hefur unnið fyrir okkur sem verktaki endrum og eins seinustu 5 ár en kom alfarið til starfa hjá Nýtt þak fyrir ári síðan. Bogdan er okkar þúsundþjalasmiður. Menntaður Suðumaður, með BS í vélaverkfræði, sjúkraflutningamaður og lærður smiður.Við erum einstaklega glöð að Bogdan sé partur af okkar flotta teymi og metum alla hans kunnáttu mikils.
Oleksii Podoliak
Starfsmaður / Aðstoðamaður smiðs
Oleksii er með mikla reynslu í bransanum og er mikilvægur hlekkur í keðjunni. Sér til þess að allt gangi smurt og vinnur sína vinnu af kostgæfni.
Andrius Tinginys
Starfsmaður / Aðstoðamaður smiðs
“Batman væri ekkert án Robin”
Við veljum okkar menn vel og sumir myndu kalla þá vélar til vinnu. Þar er Andrius enginn eftirbátur. Andrius var fastráðinn vorið 2023 en var búinn að vera með okkur í þökunum síðan 2020 og small sem flís við rass við okkar teymi.
“Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni”
Eldur Aron er búinn að vera með föður sínum uppá þaki í mörg ár og stundar nám við húsasmíði en nýtir allar stundir til að læra og bæta í reynslubankann hjá okkur. Eldur stefnir á sveinspróf 2025. Við hlökkum til að fá Eld í fullt starf að því loknu.
Allt stóðst eins og um var samið!
Það var lítið mál að leysa þau litlu vandamál sem komu uppá á verktíma, Við gefum Nýtt Þak ehf. okkar bestu meðmæli.
Guðrún Haraldsdóttir
Formaður húsfélags Flétturima 1-7
Allt stóðst eins og um var samið!
Þeir hjá Nýtt þak ehf. sáu um þakskiptin hja okkur á Kleppsvegi 18-24. Verkið gekk ótrulega hratt og vel fyrir sig, umgengni var sérlega góð á lóð og í kringum blokkina á meðan á verkinu stóð, þakið er fallegt og mér finnst frágangur mjög fallegur.
Guðný Ólafsdóttir
Kleppsvegi 18
Allt stóðst eins og um var samið!
Ég vil bara nota tækifærið og þakka kærlega fyrir mig. Þetta hefur gengið hratt og vel og eftir því sem ég fæ séð er útkoman með besta móti.
Fannar Breki Þórarinsson
Fjallalind 85-87
Ég er sammála að þetta lítur mjög vel út og hefur gengið afar vel, ég er í það minnsta mjög ánægður. Takk kærlega.
Halldór Gíslason
Fjallalind 85-87
Leystu verkefnið glimrandi vel. Við verklok komu vaskir menn og þrifu meitihàttar vel eftir framkvæmdirnar.
Hringbraut 17
Hjá Nýtt þak er fagmenskan í fyrirrúmi. Samskiptin við iðnarmennina voru góð, þeir pössuðu alltaf uppá að það yrði sem minst röskun og óþægindi af framkvæmdunum og frágengin í lok hvers dags og í verklok var til frábær.
Mæli með Nýtt þak.
Álfaskeið 4
Nýtt þak skiptu út stórum hluta af þakinu, græjuðu þakkanta og rennur. Miklir fagmenn, gengu hratt og vel í verkið, fékk upplýsingar um verkið meðan á stóð og staðið var 100% við tilboð. Sanngjörn verðlagning hjá þeim! Mæli hiklaust með þeim.
Álfaskeið 1
Nýtt þak endurnýjuðu bárujárnsþakið hjá okkur, við erum ánægð og mælum með þeim, áreiðanlegir og vandvirkir.
Blönduhlíð 5
Nýtt þak ehf. hafa sett upp miliveggi, tekið niður veggi, lagað hurðar, þak, skipt um gler o.fl. s.l. 3 ár. Vinna og frágangur var til fyrirmyndar.
Öll samskipti voru eins og best er á kosið við iðnaðarmenn og verktaka.
Snyrtimennska og fagmennska einkenna þeirra vinnubrögð.
Framkv.st. Prentmet/Oddi
Guðrún Haraldsdóttir
Formaður húsfélags Flétturima 1-7
Guðný Ólafsdóttir
Kleppsvegi 18
Fannar Breki Þórarinsson
Fjallalind 85-87
Halldór Gíslason
Fjallalind 85-87
Hringbraut 17
Álfaskeið 4
Álfaskeið 1
Blönduhlíð 5
Framkv.st. Prentmet/Oddi
Fyrri verk
Vissir þú? Fyrir húsfélög fjöleignahúsa og í stærri verkum, leggjum við til verktryggingu sem gildir í eitt ár frá verklokum. Verktrygging er 5 % af samþykktu tilboði og fellur úr gildi við úttekt að ári liðnu. Þannig veitum við okkar viðskiptavinum öryggi um fullklárað og vandað verk.
Hér má skoða nánar nokkur af okkar fyrri verkum með því að ýta á myndirnar. Það koma inn fleiri sýnidæmi af vel unnum verkum á næstunni.
Tilboð þér að kostnaðarlausu!
Viltu fá verðtilboð þér að kostnaðarlausu eða ert með fyrirspurn til okkar?
Ekki hika við að senda okkur skilaboð hér að neðan og við munum svara þeim eins fljótt og unnt er.