fbpx

Bárujárn

Bárujárn hefur í gegnum tíðina verið algengasta þakklæðningin á Íslenskum byggingum. Framleitt er 76/18 bárujárn til þakklæðninga úr lituðu og ólituðu aluzinki. Bárujárnið er framleitt í staðlaðri breidd en plötulengdir eru samkvæmt óskum kaupenda. Bárujárnið okkar er úr aluzinki, bæði ólituðu og lituðu, ásamt magnelis galvaniseruðu stáli. Flutt er inn allt hráefni til framleiðslunnar frá viðurkenndum framleiðendum og tryggir þannig gæði og hagstætt verð.

Á bárujárninu frá okkur er vatnslás sem þjónar tvennum tilgangi. Annarsvegar þá lyftir hann bárunni að aftan og rífur þar með þann hárpípukraft sem annars myndi soga inn vatn þegar járnið liggur þétt saman, og báran leggst betur saman að ofan í lágbárunni að ofan. Í öðru lagi þá grípur vatnslásinn það vatn sem hugsanlega gæti blásið yfir báruna og það rennur niður eftir lásnum. Við höfum yfir sex ára reynslu af þessu hér heima og um í um 30 ár í Finnlandi. Járnið frá okkur hefur verið sett á stærðar þök á skemmum sem eru með járnið á lektum og opið undir járnið að innan og þar hefur ekkert vatn komið inn, jafnvel ekki í verstu veðrum. Hver plata dekkar 107cm á breiddina og er heildarbreytt plötu 113cm.

Aluzinkið okkar er með gæðin DX51-AZ185 sem þýðir að járnið er húðað með alusink í þykktinni 185mg per m2. Efnisþykktin sjálf er 0,6mm. Þessi húðun er sú sterkasta sem er möguleg í aluzinki í dag. Að auki er efnið svo með svokallaðri antifingerprint húð ofan á alusinkinu. Litaða efnið okkar er 0,5mm og er jafnframt aluzink sem síðan er grunnað og litað með PVDF húðun sem er mun sterkari gagnvart veðrun og sólarljósi en gamla Pólýester húðunin. Kosturinn við að hafa aluzink undir litnum er ótvíræður þar sem endar eru mun betur varðir og ef efnið rispast þá ryðgar ekki í farið..Við höfum verið með þetta efni í marga tuga ára án nokkurra vandkvæða. Þykktin 0,5mm er meira en nóg til að standast það álag sem fylgir lagningu bárujárnsins og 0,5mm aluzink hefur mun lengri líftíma en t.d 0,6mm galviniserað járn sem svo er litað.

Eftirfarandi litir eru í boði fyrir aluzink bárujárn: RAL9010 RAL6020 RAL9005 RAL7011 RAL3009.

Eftirfarandi litir eru til í báruáli: RAL9010 RAL9007 RAL7011.

Fyrri verk

Hér má skoða nánar nokkur af okkar fyrri verkum með því að ýta á myndirnar. Það koma inn fleiri sýnidæmi af vel unnum verkum á næstunni.

Tilboð þér að kostnaðarlausu!

Viltu fá verðtilboð þér að kostnaðarlausu eða ert með fyrirspurn til okkar?

Ekki hika við að senda okkur skilaboð hér að neðan og við munum svara þeim eins fljótt og unnt er.